Sérfræðiþjónusta á sviði Evrópuréttar og löggjafar um fjármálaþjónustu

Rökstólar er lögmannsstofa sem veitir alhliða lögmannsþjónustu en leggur sérstaka áherslu á löggjöf á sviði viðskipta, einkum fjármálaþjónustu, og Evrópurétt.

Rökstólar lögmannstofa hefur starfað frá árinu 2010 og leggur áherslu á markvissa og góða þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Eigandi stofunnar er Jónas Friðrik Jónsson, hæstaréttarlögmaður.

Rökstólar hafa aðsetur að Tjarnargötu 36 í Reykjavík.

Dæmi um þjónustu

Þurfir þú eða fyrirtæki þitt á aðstoð lögmanns að halda er þér boðið að hafa samband
í síma 565-4450 eða með tölvupósti á netfangið rokstolar@rokstolar.is

Fjármálaþjónusta

Rökstólar hafa komið að fjölda verkefna er snúa að fjármálaþjónustu og réttarreglum á því sviði. Einnig hafa Rökstólar aðstoðað stjórnendur við undirbúning undir hæfispróf Fjármálaeftirlitsins.

Evrópuréttur

Rökstólar sinna verkefnum á sviði Evrópuréttar, s.s. ráðgjöf og túlkun löggjafar með hliðsjón af EES samningnum, kvartanir til Eftirlitsstofnunar EFTA og aðstoð við meðferð ríkisstyrkjamála.

Félagaréttur

Rökstólar veita ráðgjöf á sviði félagaréttar, s.s. varðandi kaupsamninga um hlutabréf, áskrift og aukningu hlutafjár, undirbúning og stjórn hluthafafunda, gerð samþykkta, gerð hluthafasamkomulags o.fl.

Samningagerð

Rökstólar sinna samningagerð og hvers konar ráðgjöf í tengslum við gerð, efndir og fullnustu samninga. Samningar hafa snúið að ýmsum sviðum lögfræðinnar, s.s. kröfurétti, hugverka -og eignarétti, vinnurétti o.fl.

Stjórnsýsluréttur

Rökstólar sinna ráðgjöf við rekstur ágreiningsmála á sviði stjórnsýsluréttar s.s. fyrir dómstólum, stjórnvöldum og umboðsmanni Alþingis.

Álitsgerðir og umsagnir

Rökstólar veita álit sitt á lagalegum atriðum fyrir viðskiptavini, hvort sem þau varða túlkun á samningum, lögum eða dómaframkvæmd eða öðru. Jafnframt er viðskiptavinum veitt aðstoð við könnun á áhrifum lagafrumvarpa og gerð umsagna til þingnefnda.